Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 13:52 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45