Klopp bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar að hafa skemmt jólaferðina til Austurríkis Anton Ingi Leifsson skrifar 28. nóvember 2019 12:00 Jurgen Klopp á hliðarlínunni í leiknum gegn Napoli í gær. vísir/getty Það var nokkuð létt yfir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á blaðamannafundi í gær þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Liverpool lenti undir í leiknum en króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren bjargaði stigi fyrir heimamenn sem eru enn ekki komnir áfram í 16-liða úrslitin. Þeir þurfa að ná í stig gegn Salzburg í síðustu umferðinni en leikurinn fer fram í Austurríki en Liverpool er þekkt fyrir að fara erfiðu leiðina undir stjórn Klopp. „Þetta er enn opið. Riðillinn er enn opinn. Það er í lagi, ekki það besta í stöðunni, en það er í lagi. Geturðu sagt mér hvenær á mínum tíma hér þetta hefur verið auðvelt?“ sagði Klopp.Jurgen Klopp apologises to Liverpool fans for ruining Christmas holiday trip to Salzburg |@MaddockMirrorhttps://t.co/0ujdWlsdX7pic.twitter.com/z15MjdjdGZ — Mirror Football (@MirrorFootball) November 27, 2019 Klopp grínaðist með að þeir stuðningsmenn Liverpool sem hefðu keypt sér ferð til Salzburg hafi ætlað að fara þangað á jólamarkaði og taka leikinn í rólegheitum í leiðinni en svo verður ekki enda mikið undir í leiknum. „Á síðasta ári þurftum við að vinna Napoli í síðasta leiknum og ég get ekki munað eftir meiri pressu en í þeim leik. Ég veit hvernig manneskjur eru og ég veit að þau voru að vonast eftir því að við myndum vinna hérna svo við gætum farið til Salzburg og spilað frí-leik (e. holiday game).“ „Það gerðist ekki. Ég biðst afsökunar - en það gerist aldrei. Það þarf alltaf að vera eitthvað til að spila um hjá okkur,“ sagði sá þýski nokkuð léttur í bragði í leikslok. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. 28. nóvember 2019 09:30 Klopp um Fabinho: Vona að þetta sé ekki alvarlegt en sársaukinn var mikill Fabinho meiddist í leik Liverpool gegn Napoli í gær en Brassinn þurfti að fara af velli eftir einungis nítján mínútna leik í Meistaradeildarleik liðanna. 28. nóvember 2019 09:00 Jafnt á Anfield Liverpool tókst ekki að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld því liðið gerði jafntefli við Napólí á heimavelli. 27. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Það var nokkuð létt yfir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á blaðamannafundi í gær þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Liverpool lenti undir í leiknum en króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren bjargaði stigi fyrir heimamenn sem eru enn ekki komnir áfram í 16-liða úrslitin. Þeir þurfa að ná í stig gegn Salzburg í síðustu umferðinni en leikurinn fer fram í Austurríki en Liverpool er þekkt fyrir að fara erfiðu leiðina undir stjórn Klopp. „Þetta er enn opið. Riðillinn er enn opinn. Það er í lagi, ekki það besta í stöðunni, en það er í lagi. Geturðu sagt mér hvenær á mínum tíma hér þetta hefur verið auðvelt?“ sagði Klopp.Jurgen Klopp apologises to Liverpool fans for ruining Christmas holiday trip to Salzburg |@MaddockMirrorhttps://t.co/0ujdWlsdX7pic.twitter.com/z15MjdjdGZ — Mirror Football (@MirrorFootball) November 27, 2019 Klopp grínaðist með að þeir stuðningsmenn Liverpool sem hefðu keypt sér ferð til Salzburg hafi ætlað að fara þangað á jólamarkaði og taka leikinn í rólegheitum í leiðinni en svo verður ekki enda mikið undir í leiknum. „Á síðasta ári þurftum við að vinna Napoli í síðasta leiknum og ég get ekki munað eftir meiri pressu en í þeim leik. Ég veit hvernig manneskjur eru og ég veit að þau voru að vonast eftir því að við myndum vinna hérna svo við gætum farið til Salzburg og spilað frí-leik (e. holiday game).“ „Það gerðist ekki. Ég biðst afsökunar - en það gerist aldrei. Það þarf alltaf að vera eitthvað til að spila um hjá okkur,“ sagði sá þýski nokkuð léttur í bragði í leikslok.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. 28. nóvember 2019 09:30 Klopp um Fabinho: Vona að þetta sé ekki alvarlegt en sársaukinn var mikill Fabinho meiddist í leik Liverpool gegn Napoli í gær en Brassinn þurfti að fara af velli eftir einungis nítján mínútna leik í Meistaradeildarleik liðanna. 28. nóvember 2019 09:00 Jafnt á Anfield Liverpool tókst ekki að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld því liðið gerði jafntefli við Napólí á heimavelli. 27. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. 28. nóvember 2019 09:30
Klopp um Fabinho: Vona að þetta sé ekki alvarlegt en sársaukinn var mikill Fabinho meiddist í leik Liverpool gegn Napoli í gær en Brassinn þurfti að fara af velli eftir einungis nítján mínútna leik í Meistaradeildarleik liðanna. 28. nóvember 2019 09:00
Jafnt á Anfield Liverpool tókst ekki að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld því liðið gerði jafntefli við Napólí á heimavelli. 27. nóvember 2019 22:00