Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2019 18:30 Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. Frá miðjum september hefur dómsmálaráðherra unnið að skipulagsbreytingum á löggæslu sem snúa að fækkun lögregluembætta úr níu í sex. Hugmyndir ráðherra er að fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Lögreglustjórar allra lögregluembætta komu til fundar við dómsmálaráðherra í dag þar sem tillögur ráðherrans voru kynntar.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Vísir/VilhelmFundurinn með dómsmálaráðherra í morgun trúnaðarfundur „Þetta var trúnaðarfundur. Ég get aftur á móta sagt það að hún hefur viðrað ákveðnar hugmyndir í fjölmiðlum og það er eitthvað sem þið þekkið og hún er á þeim stað. Fundurinn var ágætur,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Hugnast ykkur þessar breytingar? „Okkur leyst í sjálfu sér ekkert illa á þær,“ segur Úlfar. Mikil ólga hefur verið um margra mánaða skeið innan lögreglunnar og upp úr sauð eftir að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustóri steig fram í viðtali í Morgunblaðinu þar sem hann sagði gagnrýni á embætti sitt vera hluta af markvissri rógsherferð. Síðan þá hefur ráðherra unnið að breytingum.Lögreglustjórum finnst vinna við skipulagsbreytingar taka of langan tíma.Embættin hafa kvartað undan samráðsleysi við lögregluembættin við þessa vinnu. Ertu sammála því? „Ég get ekki sagt það en tekur dálítið langan tíma,“ segir Úlfar. Verði sameiningartillögum dómsmálaráðherra hrint í framkvæmd gæti það haft áhrif á störf og stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum mætir til fundar við dómsmálaráðherra í morgun.Vísir/VilhelmÓlafur Helgi svarar ekki hvort breytingarnar hafi áhrif á hans stöðuKemur þetta til með að hafa áhrif á þína stöðu þessar breytingar þar sem talað er um að sameina höfuðborgarsvæðið við þitt embætti? „Því get ég ekki svararð,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Hefur þú spurt af því? „Ég get ekki svarað því heldur,“ svarar Ólafur Helgi. Lögreglan Reykjanesbær Reykjavík Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30 Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. Frá miðjum september hefur dómsmálaráðherra unnið að skipulagsbreytingum á löggæslu sem snúa að fækkun lögregluembætta úr níu í sex. Hugmyndir ráðherra er að fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Lögreglustjórar allra lögregluembætta komu til fundar við dómsmálaráðherra í dag þar sem tillögur ráðherrans voru kynntar.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Vísir/VilhelmFundurinn með dómsmálaráðherra í morgun trúnaðarfundur „Þetta var trúnaðarfundur. Ég get aftur á móta sagt það að hún hefur viðrað ákveðnar hugmyndir í fjölmiðlum og það er eitthvað sem þið þekkið og hún er á þeim stað. Fundurinn var ágætur,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.Hugnast ykkur þessar breytingar? „Okkur leyst í sjálfu sér ekkert illa á þær,“ segur Úlfar. Mikil ólga hefur verið um margra mánaða skeið innan lögreglunnar og upp úr sauð eftir að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustóri steig fram í viðtali í Morgunblaðinu þar sem hann sagði gagnrýni á embætti sitt vera hluta af markvissri rógsherferð. Síðan þá hefur ráðherra unnið að breytingum.Lögreglustjórum finnst vinna við skipulagsbreytingar taka of langan tíma.Embættin hafa kvartað undan samráðsleysi við lögregluembættin við þessa vinnu. Ertu sammála því? „Ég get ekki sagt það en tekur dálítið langan tíma,“ segir Úlfar. Verði sameiningartillögum dómsmálaráðherra hrint í framkvæmd gæti það haft áhrif á störf og stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum mætir til fundar við dómsmálaráðherra í morgun.Vísir/VilhelmÓlafur Helgi svarar ekki hvort breytingarnar hafi áhrif á hans stöðuKemur þetta til með að hafa áhrif á þína stöðu þessar breytingar þar sem talað er um að sameina höfuðborgarsvæðið við þitt embætti? „Því get ég ekki svararð,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Hefur þú spurt af því? „Ég get ekki svarað því heldur,“ svarar Ólafur Helgi.
Lögreglan Reykjanesbær Reykjavík Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30 Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. 30. september 2019 20:30
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30