Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 14:24 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra. Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra.
Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent