Borginni gert að kynjamerkja klósett Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 08:24 Klósettin í skrifstofuhúsnæði borgarinnar, bæði í Borgartúni og við Tjörnina, skulu kynjamerkt að sögn Vinnueftirlitsins. Vísir/Daníel Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni. Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar verði aftur kynjamerkt, eftir úttekt á klósettmerkingum í Borgartúni. Borgin fjarlægði kynjamerkingar af salernum í stjórnsýsluhúsum sínum eftir samþykkt mannréttindaráðs borgarinnar þess efnis í fyrrasumar. Vinnueftirlitið segir reglugerð um húsnæði vinnustaða þó krefjast þess að klósettin séu kynjamerkt. Reykjavíkurborg andmælti kröfu Vinnueftirlitsins, að sögn Morgunblaðsins, og vísaði til áherslu borgarinnar um að vinna gegn hvers kyns mismunun. Fjöldi vinnustaða og stofnanna hafi áður fjarlægt kynjamerkingar af klósettum sínum. Má þar til að mynda nefna Verzlunarskóla Íslands og Hornafjarðarbæ. Salernisferðir á almenningsklósett geta verið kvíðavaldandi fyrir kynsegin fólk, eins og formaður Jafnréttisnefndar HÍ benti á í samtali við fréttastofu á sínum tíma, og því mikilvægt að hafa aðgang að salernum sem gera ráð fyrir fólki utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju.Sjá einnig: Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Vinnueftirlitið gerði borginni engu að síður að koma upp kynjamerkingum fyrir 14. október síðastliðinn og vísaði til fyrrnefndrar reglugerðar máli sínu til stuðnings. Reglugerðin kveður á um að vinnustaðir þar sem fleiri en fimm karlar og fimm konur starfa að staðaldri þurfa að vera með aðgreind salerni fyrir hvort kyn. Þær forsendur eigi við um skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni og að sögn Vinnueftirlitsins er ekki að sjá að víkja megi frá þessari reglu. Vinnueftirlitið tekur þó fram við Morgunblaðið að ekkert sé því til fyrirstöðu að skrifstofuhúsnæði borgarinnar sé með kynlaus salerni, að því gefnu að þar sé einnig að finna kynjaskipti salerni í samræmi við fyrrnefnda reglu. Hún sé engu að síður í fullu gildi og því beri borginni að fara eftir henni.
Hinsegin Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00 Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Kynhlutlaus klósett eru algeng í Hornafjarðarbæ Samtökin '78 hafa ekki vitneskju um að stofnanir sveitarfélags á Íslandi hafi áður boðið upp á kynhlutlaus salerni. 24. september 2016 07:00
Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna. 9. október 2017 21:00
Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38