Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 21:00 Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“ Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“
Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira