Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Síðustu tíu árin hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Fréttablaðið/ERNIR Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira