Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 06:25 Gosmökkurinn frá fjallinnu sést hér rísa hátt upp í himininn. Vísir/EPA Einn er látinn og nokkurra er saknað eftir eldgos í Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi. Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. BBC greinir frá. Haft er eftir lögreglu í frétt BBC að tuttugu og þremur hafi verið bjargað en óttast er að tala látinna hækki. Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst um klukkan tvö að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Erlendir miðlar hafa deilt myndböndum frá Michael Schade, Twitter-notanda sem var á siglingu við Hvítu eyju þegar eldgosið varð. Í myndböndum hans, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig gríðarlegur gosmökkur rís upp úr hafinu.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf— Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði í ávarpi að nokkrir ferðamenn hefðu verið á eyjunni eða í grennd við hana þegar byrjaði að gjósa. Um væri að ræða bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þá sagði hún lögreglu standa að umfangsmiklum björgunaraðgerðum en gosmökkurinn gerði björgunarfólki þó erfitt fyrir. Í frétt BBC segir að gos í fjallinu séu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Einn er látinn og nokkurra er saknað eftir eldgos í Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi. Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. BBC greinir frá. Haft er eftir lögreglu í frétt BBC að tuttugu og þremur hafi verið bjargað en óttast er að tala látinna hækki. Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst um klukkan tvö að staðartíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Erlendir miðlar hafa deilt myndböndum frá Michael Schade, Twitter-notanda sem var á siglingu við Hvítu eyju þegar eldgosið varð. Í myndböndum hans, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig gríðarlegur gosmökkur rís upp úr hafinu.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf— Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði í ávarpi að nokkrir ferðamenn hefðu verið á eyjunni eða í grennd við hana þegar byrjaði að gjósa. Um væri að ræða bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þá sagði hún lögreglu standa að umfangsmiklum björgunaraðgerðum en gosmökkurinn gerði björgunarfólki þó erfitt fyrir. Í frétt BBC segir að gos í fjallinu séu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira