Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 19:30 Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30