Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 15:41 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. EFTA Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar. Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar.
Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira