Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2019 20:27 Aðflugsferlar yfir Faxaflóa, miðað við hugmynd ráðgjafanna Goldberg Partners um legu flugbrauta. Grafík/Stöð 2, Hafsteinn Þórðarson. Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. Aðflug að vellinum myndi hvergi fara yfir byggð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallarstæðið er hugsað á sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Voga.Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, í Hvassahrauni í dagStöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Jú, þetta yrði að stærstum hluta í okkar sveitarfélagi. Okkur líst bara vel á það. En ég vil bara árétta það líka að það er bara verið að kanna þetta,“ segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Framundan sé vinna næstu tvö ár við að kanna veðurskilyrði og aðra þætti og segir Ingþór sveitarstjórn Voga rólega gagnvart hugmyndinni. „Svo bara kemur það í ljós hvort það verður flugvöllur hér eða ekki. En við erum vissulega bara jákvæð yfir því. Þetta er bara lyftistöng fyrir, - þetta er eitt atvinnusvæði sem er hér á Suðurnesjum, og við eigum bara að taka því fagnandi,“ segir Ingþór.Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar. Mörk sveitarfélaganna eru við stöpulinn, sem sjá má í vegkantinum hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Erlendis skapast deilur um flugvelli helst ef þeir valda ónæði gagnvart nærliggjandi íbúðabyggð. Aðflug að Hvassahrauni færi hins vegar hvergi yfir þéttbýli. Yfir landi færi aðflug yfir hraun en annars yfir hafi. „Ég held að aðflugsleiðir hér fari ekki yfir neina byggð að neinu ráði. Svo er bara fínasta byggingarland hérna vestan við okkur. Það held ég að verði ekki nein truflun af því,“ segir Ingþór.Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Stefna flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum.Mynd/Goldberg Partners International.Hann kveðst hafa heyrt af andstöðu í nágrannasveitarfélögum á Suðurnesjum. „Ég hef nú sagt það áður og vil bara biðla til sveitarstjórnarmanna hér á Suðurnesjum að anda bara aðeins með nefinu og sjá hvað kemur út úr þessari vinnu, sem þessi nefnd er að fara í."Séð yfir Hvassahraun í átt til Suðurnesja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kannski er þetta bara alveg ómöguleg staðsetning og þá kemur það bara í ljós. Ef þetta er bara góð staðsetning fyrir land og þjóð, þá er það bara þannig. Við förum yfir þann læk þegar við komum að honum,“ segir forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. Aðflug að vellinum myndi hvergi fara yfir byggð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallarstæðið er hugsað á sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Voga.Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, í Hvassahrauni í dagStöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Jú, þetta yrði að stærstum hluta í okkar sveitarfélagi. Okkur líst bara vel á það. En ég vil bara árétta það líka að það er bara verið að kanna þetta,“ segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Framundan sé vinna næstu tvö ár við að kanna veðurskilyrði og aðra þætti og segir Ingþór sveitarstjórn Voga rólega gagnvart hugmyndinni. „Svo bara kemur það í ljós hvort það verður flugvöllur hér eða ekki. En við erum vissulega bara jákvæð yfir því. Þetta er bara lyftistöng fyrir, - þetta er eitt atvinnusvæði sem er hér á Suðurnesjum, og við eigum bara að taka því fagnandi,“ segir Ingþór.Séð yfir Hvassahraun í átt til Hafnarfjarðar. Mörk sveitarfélaganna eru við stöpulinn, sem sjá má í vegkantinum hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Erlendis skapast deilur um flugvelli helst ef þeir valda ónæði gagnvart nærliggjandi íbúðabyggð. Aðflug að Hvassahrauni færi hins vegar hvergi yfir þéttbýli. Yfir landi færi aðflug yfir hraun en annars yfir hafi. „Ég held að aðflugsleiðir hér fari ekki yfir neina byggð að neinu ráði. Svo er bara fínasta byggingarland hérna vestan við okkur. Það held ég að verði ekki nein truflun af því,“ segir Ingþór.Svona gæti innanlands- og millilandaflugvöllur litið út í Hvassahrauni. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Stefna flugbrauta er sýnd miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum.Mynd/Goldberg Partners International.Hann kveðst hafa heyrt af andstöðu í nágrannasveitarfélögum á Suðurnesjum. „Ég hef nú sagt það áður og vil bara biðla til sveitarstjórnarmanna hér á Suðurnesjum að anda bara aðeins með nefinu og sjá hvað kemur út úr þessari vinnu, sem þessi nefnd er að fara í."Séð yfir Hvassahraun í átt til Suðurnesja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kannski er þetta bara alveg ómöguleg staðsetning og þá kemur það bara í ljós. Ef þetta er bara góð staðsetning fyrir land og þjóð, þá er það bara þannig. Við förum yfir þann læk þegar við komum að honum,“ segir forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38
Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30