ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð í þágu Gagnaveitu Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 11:31 Orkuveita Reykjavíkur hefur fjármagnað og veitt GR lán. vísir/vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
Fjarskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira