Taldi ráðherra ekki hafa upplýst sig þrátt fyrir símtal og bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 16:45 Ágústa Elín Ingþórsdóttir tók við stöðu skólastjóra Fjölbrautarskóla Vesturlands frá 1. janúar 2015. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands, þess efnis að skipunartími hennar hefði framlengst til fimm ára frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2025. Það hefði að mati Ágústu Elínar gerst þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt um að staðan yrði auglýst með sex mánaða fyrirvara. Þá krafðist Ágústa Elín sömuleiðis að ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar yrði felld úr gildi eða þá til vara viðurkennt að aðgerðin hefði verið ólögmæt. Íslenska ríkið var sömuleiðis sýknað af þeirri kröfu. Mikil óánægja hefur verið meðal kennara við skólann með Ágústu í starfi skólastjóra. Skrifuðu flestir kennarar undir vantraustsyfirlýsingu á hana í október og óskuðu eftir að hún yrði ekki ráðin aftur skólameistari frá áramótum.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hringdi í Ágústu Elínu 30. júní og sendi henni bréf sama dag.Vísir/vilhelmÍ dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í dag og birtur sömuleiðis á vefsíðu dómstólsins kemur fram að helsta ágreiningsefnið hafi annars vegar snúið að því hvort Ágústu hafi verið tilkynnt í tæka tíð að staðan yrði auglýst. Hins vegar hvort ákvörðunin væri ógildanleg þar sem reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar hefðu verið brotnar við undirbúning og töku ákvörðunar. Vísað er til starfsmannalaga þar sem segir að þeim sem skipuð eru í embætti skuli tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími þeirra rennur út hvort embættið verði laust til umsóknar. Í tilviki Ágústu þurfti tilkynning þess efnis að berast henni fyrir 1. júlí. Berist tilkynning ekki innan þess tíma framlengist skipunartími sjálfkrafa um fimm ár. Ekkert kemur fram um hvernig standa eigi að slíkri tilkynningu í lögum.Nægjanlegt að tilkynna munnlega Lilja tjáði Ágústu í símtali 30. júní að hún ætlaði að auglýsa embættið laust til umsóknar. Var það niðurstaða dómsins að nægjanlegt hefði verið að tilkynna Ágústu um ákvörðunina munnlega.Ágústa Elín vann nýja Corollu í áskriftarleik Morgunblaðsins á dögunum.Dómurinn bætir við að jafnvel þótt krafan hefði verið um skriflega tilkynningu þá sé sannað að svo hafi verið gert. Bæði ritari ráðherra, Þórdís Þórisdóttir, og Gísli I. Þorsteinsson, bílstjóri í ráðuneytinu, báru fyrir dómi að bílstjóranum hefði verið falið að boðsenda stefnanda bréf frá ráðherra síðdegis þann 30. júní. Gísli sagðist fyrir dómi hafa ekið að heimili Ágústu en enginn hefði opnað þegar hann knúði dyra og hringdi bjöllu. Hafi hann, að ráðleggingu Þórdísar, sett bréfið inn um bréfalúguna. Þá lá fyrir að Ágústa og eiginmaður hennar voru á heimilinu þennan dag og hefðu því getað kynnt sér efni bréfsins samdægurs. Jafnvel þótt ekki sé ljóst af hvaða sökum Ágústa hafi ekki orðið þess vör að bílstjóri stjórnarráðsins reyndi að ná sambandi við hana umræddan dag til að afhenda henni bréfið og ekki liggi heldur fyrir hvers vegna hún varð ekki bréfsins vör eftir að því var stungið inn um bréfalúgu á heimili hennar, þar sem hún var stödd umræddan dag, taldi héraðsdómur að leggja yrði til grundvallar að íslenska ríkið hafi gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma ákvörðun sinni skriflega til Ágústu þannig að henni væri unnt að kynna sér skriflega tilkynningu um ákvörðunina sem henni hafði fyrr um daginn verið gerð grein fyrir munnlega.Fjölbrautaskóli Vesturlands er staðsettur á Akranesi.Vísir/EgillVarðandi kröfuna um ógildingu ákvörðunar segir dómurinn ljóst að ráðherra hafi rúma heimild til að meta hvort það þjóni lögmætum tilgangi að auglýsa stöðu embættismanns. Ráðherra hafi rökstutt ákvörðunina meðal annars að hún hafi byggt á heildstæðu mati að aðstæðum með hliðsjón af hagsmunum skólans og í þágu skólastarfsins alls. Þar liggi fyrir fjölmörg gögn, þeirra á meðal þrjú minnisblöð sem unnin voru í maí og júní á meðan ákvörðunin var í undirbúningi.Viðvarandi samskiptavandi Í minnisblaði frá 27. júní er farið ítarlega yfir stöðu skólans og árangur skólameistara í starfi. Þar kemur fram að ráðuneytinu hefur verið vel kunnugt um starfsemi skólans og þær áskoranir sem skólameistari stóð frammi fyrir. Fram kemur að tekist hafi vel til við að koma fjárhagslegri hlið rekstrar skólans í rétt horf eftir viðvarandi rekstrarvanda undangenginna ára, auk þess sem unnið hafi verið ötullega á grundvelli umbótaáætlana. Hins vegar er greint frá viðvarandi samskiptavanda innan skólans og gagnrýni sem skólameistari hafi sætt af hálfu annarra starfsmanna. Meðal þess sem upp hefur komið er uppsögn ræstingarkvenna árið 2015 sem fór ekki vel í mannskapinn.Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmMeðal annars er getið um að formlegt erindi vegna þessa vanda hafi fyrst borist ráðuneytinu frá kennurum skólans í október 2015 og 21. júní sl. hafi borist áskorun frá kennarafélagi skólans um að staða skólameistara yrði auglýst. Þá eru í minnisblaðinu raktar þær úttektir og greinargerðir sem unnar voru vegna þessa samskiptavanda á árinu 2016 og 2017 og umbótaáætlanir sem gerðar voru í framhaldi af síðustu úttektinni. Í framangreindu minnisblaði og öðrum þeim minnisblöðum sem getið er hér að framan, er fjallað ítarlega um allar hliðar starfsemi skólans sem máli skipta við undirbúning ákvörðunar af því tagi sem um er deilt.Rengdi ekki upplýsingarnar Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að Ágústa hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að framangreindar upplýsingar séu rangar eða að einhverjar veigamiklar upplýsingar hafi skort til að unnt væri að leggja heildstætt mat á aðstæður í skólanum. Í þessu efni skipti máli að í erindi kennarafélags skólans, sem barst ráðherra 21. júní síðastliðinn, þar sem skorað er á ráðherra að auglýsa stöðuna, koma ekki fram nýjar upplýsingar sem nauðsyn bar til að rannsaka frekar en þegar hafði verið gert. Að öllu þessu virtu var það niðurstaða héraðsdóms að ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans á Vesturlandi hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar, birt innan lögmæltra tímamarka og byggð á málefnalegum sjónarmiðum að undangenginni fullnægjandi rannsókn. Málskostnaður var felldur niður. Akranes Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ágústa Elín nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands Ágústa Elín Ingþórsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara FVA til fimm ára frá 1. janúar 2015. 29. desember 2014 13:45 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands, þess efnis að skipunartími hennar hefði framlengst til fimm ára frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2025. Það hefði að mati Ágústu Elínar gerst þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt um að staðan yrði auglýst með sex mánaða fyrirvara. Þá krafðist Ágústa Elín sömuleiðis að ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar yrði felld úr gildi eða þá til vara viðurkennt að aðgerðin hefði verið ólögmæt. Íslenska ríkið var sömuleiðis sýknað af þeirri kröfu. Mikil óánægja hefur verið meðal kennara við skólann með Ágústu í starfi skólastjóra. Skrifuðu flestir kennarar undir vantraustsyfirlýsingu á hana í október og óskuðu eftir að hún yrði ekki ráðin aftur skólameistari frá áramótum.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hringdi í Ágústu Elínu 30. júní og sendi henni bréf sama dag.Vísir/vilhelmÍ dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í dag og birtur sömuleiðis á vefsíðu dómstólsins kemur fram að helsta ágreiningsefnið hafi annars vegar snúið að því hvort Ágústu hafi verið tilkynnt í tæka tíð að staðan yrði auglýst. Hins vegar hvort ákvörðunin væri ógildanleg þar sem reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar hefðu verið brotnar við undirbúning og töku ákvörðunar. Vísað er til starfsmannalaga þar sem segir að þeim sem skipuð eru í embætti skuli tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími þeirra rennur út hvort embættið verði laust til umsóknar. Í tilviki Ágústu þurfti tilkynning þess efnis að berast henni fyrir 1. júlí. Berist tilkynning ekki innan þess tíma framlengist skipunartími sjálfkrafa um fimm ár. Ekkert kemur fram um hvernig standa eigi að slíkri tilkynningu í lögum.Nægjanlegt að tilkynna munnlega Lilja tjáði Ágústu í símtali 30. júní að hún ætlaði að auglýsa embættið laust til umsóknar. Var það niðurstaða dómsins að nægjanlegt hefði verið að tilkynna Ágústu um ákvörðunina munnlega.Ágústa Elín vann nýja Corollu í áskriftarleik Morgunblaðsins á dögunum.Dómurinn bætir við að jafnvel þótt krafan hefði verið um skriflega tilkynningu þá sé sannað að svo hafi verið gert. Bæði ritari ráðherra, Þórdís Þórisdóttir, og Gísli I. Þorsteinsson, bílstjóri í ráðuneytinu, báru fyrir dómi að bílstjóranum hefði verið falið að boðsenda stefnanda bréf frá ráðherra síðdegis þann 30. júní. Gísli sagðist fyrir dómi hafa ekið að heimili Ágústu en enginn hefði opnað þegar hann knúði dyra og hringdi bjöllu. Hafi hann, að ráðleggingu Þórdísar, sett bréfið inn um bréfalúguna. Þá lá fyrir að Ágústa og eiginmaður hennar voru á heimilinu þennan dag og hefðu því getað kynnt sér efni bréfsins samdægurs. Jafnvel þótt ekki sé ljóst af hvaða sökum Ágústa hafi ekki orðið þess vör að bílstjóri stjórnarráðsins reyndi að ná sambandi við hana umræddan dag til að afhenda henni bréfið og ekki liggi heldur fyrir hvers vegna hún varð ekki bréfsins vör eftir að því var stungið inn um bréfalúgu á heimili hennar, þar sem hún var stödd umræddan dag, taldi héraðsdómur að leggja yrði til grundvallar að íslenska ríkið hafi gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma ákvörðun sinni skriflega til Ágústu þannig að henni væri unnt að kynna sér skriflega tilkynningu um ákvörðunina sem henni hafði fyrr um daginn verið gerð grein fyrir munnlega.Fjölbrautaskóli Vesturlands er staðsettur á Akranesi.Vísir/EgillVarðandi kröfuna um ógildingu ákvörðunar segir dómurinn ljóst að ráðherra hafi rúma heimild til að meta hvort það þjóni lögmætum tilgangi að auglýsa stöðu embættismanns. Ráðherra hafi rökstutt ákvörðunina meðal annars að hún hafi byggt á heildstæðu mati að aðstæðum með hliðsjón af hagsmunum skólans og í þágu skólastarfsins alls. Þar liggi fyrir fjölmörg gögn, þeirra á meðal þrjú minnisblöð sem unnin voru í maí og júní á meðan ákvörðunin var í undirbúningi.Viðvarandi samskiptavandi Í minnisblaði frá 27. júní er farið ítarlega yfir stöðu skólans og árangur skólameistara í starfi. Þar kemur fram að ráðuneytinu hefur verið vel kunnugt um starfsemi skólans og þær áskoranir sem skólameistari stóð frammi fyrir. Fram kemur að tekist hafi vel til við að koma fjárhagslegri hlið rekstrar skólans í rétt horf eftir viðvarandi rekstrarvanda undangenginna ára, auk þess sem unnið hafi verið ötullega á grundvelli umbótaáætlana. Hins vegar er greint frá viðvarandi samskiptavanda innan skólans og gagnrýni sem skólameistari hafi sætt af hálfu annarra starfsmanna. Meðal þess sem upp hefur komið er uppsögn ræstingarkvenna árið 2015 sem fór ekki vel í mannskapinn.Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmMeðal annars er getið um að formlegt erindi vegna þessa vanda hafi fyrst borist ráðuneytinu frá kennurum skólans í október 2015 og 21. júní sl. hafi borist áskorun frá kennarafélagi skólans um að staða skólameistara yrði auglýst. Þá eru í minnisblaðinu raktar þær úttektir og greinargerðir sem unnar voru vegna þessa samskiptavanda á árinu 2016 og 2017 og umbótaáætlanir sem gerðar voru í framhaldi af síðustu úttektinni. Í framangreindu minnisblaði og öðrum þeim minnisblöðum sem getið er hér að framan, er fjallað ítarlega um allar hliðar starfsemi skólans sem máli skipta við undirbúning ákvörðunar af því tagi sem um er deilt.Rengdi ekki upplýsingarnar Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að Ágústa hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að framangreindar upplýsingar séu rangar eða að einhverjar veigamiklar upplýsingar hafi skort til að unnt væri að leggja heildstætt mat á aðstæður í skólanum. Í þessu efni skipti máli að í erindi kennarafélags skólans, sem barst ráðherra 21. júní síðastliðinn, þar sem skorað er á ráðherra að auglýsa stöðuna, koma ekki fram nýjar upplýsingar sem nauðsyn bar til að rannsaka frekar en þegar hafði verið gert. Að öllu þessu virtu var það niðurstaða héraðsdóms að ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans á Vesturlandi hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar, birt innan lögmæltra tímamarka og byggð á málefnalegum sjónarmiðum að undangenginni fullnægjandi rannsókn. Málskostnaður var felldur niður.
Akranes Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ágústa Elín nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands Ágústa Elín Ingþórsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara FVA til fimm ára frá 1. janúar 2015. 29. desember 2014 13:45 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Ágústa Elín nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands Ágústa Elín Ingþórsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara FVA til fimm ára frá 1. janúar 2015. 29. desember 2014 13:45
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24
Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?