Sveinn Andri kærir héraðsdómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39