Ellefta árið í röð sem jafnrétti kynjanna mælist mest á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 06:53 Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum. vísir/vilhelm Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins. Jafnréttismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins.
Jafnréttismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira