Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:37 Atkvæðagreiðslurnar um ákærurnar fór eftir flokkslínum, 23-17. AP/Patrick Semansky Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt báðar ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslurnar um ákærurnar fór eftir flokkslínum, 23-17. Allir þingmenn deildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. Atkvæðagreiðslan dómsmálanefndarinnar átti að fara fram í gær en var frestað til dagsins í dag eftir rúmlega fjórtán klukkustunda fundarhöld í gær.Sjá einnig: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Trump er þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt báðar ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslurnar um ákærurnar fór eftir flokkslínum, 23-17. Allir þingmenn deildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. Atkvæðagreiðslan dómsmálanefndarinnar átti að fara fram í gær en var frestað til dagsins í dag eftir rúmlega fjórtán klukkustunda fundarhöld í gær.Sjá einnig: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Trump er þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00