Einkabíllinn er dauður Sævar Þór Jónsson skrifar 13. desember 2019 14:15 Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Sævar Þór Jónsson Umhverfismál Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun