Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 08:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30