Auglýsing Trump vekur lukku, reiði og háð Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 15:31 Donald Trump í sporum Thanos. Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira