Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:45 Carlo Ancelotti í síðasta leiknum sínum með Napoli liðið. Getty/Francesco Pecoraro Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn