Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. desember 2019 07:00 Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira