Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 18:45 Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor. Orkumál Reykjavík Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?