Titlarnir blikna í samanburði við alla vináttuna Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 23:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir segir sigurinn gegn Haukum 2016 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sinn besta sigur. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum