Florian Schneider stofnmeðlimur Kraftwerk látinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. maí 2020 16:43 Stofnmeðlimir Kraftwerk, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru jafnframt helstu lagasmiðir sveitarinnar. Getty/Franck/Kraftwerk Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex) Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex)
Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira