„Við ætlum ekki að gefa neitt eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. maí 2020 19:19 Verkfallsverðir Eflingar fóru um í dag og fylgdust með hvort verið væri að virða verkfallið. Vísir/Friðrik Þór Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi í gær. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í bænum en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum. Í dag var því flestum þeirra lokað að mestu leyti. „Við náttúrulega lokuðum skólanum í morgun og við getum náttúrlega ekki haldið úti lögbundnu skólastarfi. Þannig þetta bitnar bara mjög illa á okkur,“ segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla. Hún segir ljóst að aðeins sé hægt að taka móti elstu nemendunum hluta úr degi á meðan að verkfallið stendur en hinir nemendurnir verða að vera heima. „10. bekkur kom í dag og ég sem sagt sá um þrif í gær til þess að þau gætu komið í dag og við ætlum að stefna að því að þau geti komið til okkar.“ „Við höfum ekki orðið vör við nein verkfallsbrot. Við urðum reyndar vör við mikið af útikennslu sem að okkur var sagt að væri samkvæmt stundaskrá og við verðum bara að treysta því,“ segir Valgerður Árnadóttir teymisstjóri félagssviðs Eflingar sem sinnti verkallsvörslu í dag. „Það er baráttuhugur í öllum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir núna,“ segir Fríða Hammer starfsmaður heimaþjónustu Kópavogs. Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar. Ekki var fundað í deilunni í dag og enginn fundur hefur verið boðaður. Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi í gær. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í bænum en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum. Í dag var því flestum þeirra lokað að mestu leyti. „Við náttúrulega lokuðum skólanum í morgun og við getum náttúrlega ekki haldið úti lögbundnu skólastarfi. Þannig þetta bitnar bara mjög illa á okkur,“ segir Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla. Hún segir ljóst að aðeins sé hægt að taka móti elstu nemendunum hluta úr degi á meðan að verkfallið stendur en hinir nemendurnir verða að vera heima. „10. bekkur kom í dag og ég sem sagt sá um þrif í gær til þess að þau gætu komið í dag og við ætlum að stefna að því að þau geti komið til okkar.“ „Við höfum ekki orðið vör við nein verkfallsbrot. Við urðum reyndar vör við mikið af útikennslu sem að okkur var sagt að væri samkvæmt stundaskrá og við verðum bara að treysta því,“ segir Valgerður Árnadóttir teymisstjóri félagssviðs Eflingar sem sinnti verkallsvörslu í dag. „Það er baráttuhugur í öllum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir núna,“ segir Fríða Hammer starfsmaður heimaþjónustu Kópavogs.
Verkföll 2020 Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Kjaramál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15
Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17