Rondey rotaði drukkinn Íslending í miðbænum eftir kynþáttaníð en nefbraut óvart Booker í leiðinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 12:00 Teitur gerði upp ferilinn hjá Rikka G í gær og sagði margar skemmtilegar sögur af ferlinum. Teitur Örlygsson segir að það hafi verið margar sögurnar af Bandaríkjamanninum Rondey Robison sem lék í sex ár með Njarðvík á árunum 1990 til 1996. Ein þeirra gerðist í miðbæ Reykjavíkur þegar drukkinn Íslendingur kallaði hann illum nöfnum. Teitur gerði upp magnaðan feril sinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gær en Teitur vann hvern titilinn á fætur öðrum; sem leikmaður og þjálfari. Einn af fimm bestu samherjum Teits var Rondey Robison og Teitur segir að það hafi verið margar sögurnar af þessum frábæra leikmanni. „Það eru margar frægar sögur af honum. Ein þeirra er þegar þeir voru á djamminu í Reykjavík, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta, en þá var hann og Frank Booker saman fyrir framan veitingastað í Reykjavík. Þeir sitja fram í og þá kemur leiðinlega dónalegur Íslendingur,“ sagði Teitur en Frank Booker lék hér á landi frá 1991 til 1995. Hann lék með ÍR, Val og Grindavík. „Hann var dauðadrukkinn og byrjaði að kalla þá þessu n-orði sem þeir þola ekki. Þeir urðu mikið fyrir aðkasti á þessum árum þessir strákar. Þeir gerðu ekkert og Booker skrúfar niður rúðuna og reynir að róa manninn niður en hann heldur áfram og er kominn með hausinn inn í bílinn að kalla þetta og niðurlægja þá.“ „Þangað til að okkar maður Rondey sem situr í farþegasætinu fær nóg og þetta voru engir venjulegir handleggir á honum. Hann teygir sig yfir og gefur honum einn á lúðurinn. Það heyrist bara höggið og gaurinn dettur á bakið alveg kaldur nema hann tók nefið af Booker í leiðinni og nefbraut hann líka. Booker var allur í blóði líka og það dró ekkert úr högginu. Hann rotaði hinn líka,“ sagði Teitur. Klippa: Sportið í kvöld - Teitur með sögu af Rondey Robison Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. UMF Njarðvík Sportið í kvöld Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Teitur Örlygsson segir að það hafi verið margar sögurnar af Bandaríkjamanninum Rondey Robison sem lék í sex ár með Njarðvík á árunum 1990 til 1996. Ein þeirra gerðist í miðbæ Reykjavíkur þegar drukkinn Íslendingur kallaði hann illum nöfnum. Teitur gerði upp magnaðan feril sinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gær en Teitur vann hvern titilinn á fætur öðrum; sem leikmaður og þjálfari. Einn af fimm bestu samherjum Teits var Rondey Robison og Teitur segir að það hafi verið margar sögurnar af þessum frábæra leikmanni. „Það eru margar frægar sögur af honum. Ein þeirra er þegar þeir voru á djamminu í Reykjavík, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta, en þá var hann og Frank Booker saman fyrir framan veitingastað í Reykjavík. Þeir sitja fram í og þá kemur leiðinlega dónalegur Íslendingur,“ sagði Teitur en Frank Booker lék hér á landi frá 1991 til 1995. Hann lék með ÍR, Val og Grindavík. „Hann var dauðadrukkinn og byrjaði að kalla þá þessu n-orði sem þeir þola ekki. Þeir urðu mikið fyrir aðkasti á þessum árum þessir strákar. Þeir gerðu ekkert og Booker skrúfar niður rúðuna og reynir að róa manninn niður en hann heldur áfram og er kominn með hausinn inn í bílinn að kalla þetta og niðurlægja þá.“ „Þangað til að okkar maður Rondey sem situr í farþegasætinu fær nóg og þetta voru engir venjulegir handleggir á honum. Hann teygir sig yfir og gefur honum einn á lúðurinn. Það heyrist bara höggið og gaurinn dettur á bakið alveg kaldur nema hann tók nefið af Booker í leiðinni og nefbraut hann líka. Booker var allur í blóði líka og það dró ekkert úr högginu. Hann rotaði hinn líka,“ sagði Teitur. Klippa: Sportið í kvöld - Teitur með sögu af Rondey Robison Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
UMF Njarðvík Sportið í kvöld Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira