33,5 milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 13:57 Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. AP/Tony Dejak Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um það bil 3,2 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Í heildina hafa 33,5 milljónir sótt um bætur á undanförnum sjö vikum. Í febrúar var atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 3,5 prósentum og hafði ekki verið lægra í um 50 ár. Nú hefur fimmti hver Bandaríkjamaður sem var í vinnu í febrúar sótt um atvinnuleysisbætur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. 22,7 milljónir eru á atvinnuleysisbótum. Einhverjum hefur verið hafnað og þar að auki eru fleiri umsafnir til skoðunar. 22,7 milljónir samsvara 15,5 prósentum vinnuaflsins sem rétt hefur á atvinnuleysisbótum. Opinberar tölur sem birtar voru í dag sýna að uppsögnum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum en þær eru enn gífurlega margar. Búist er við því að opinberar atvinnuleysistölur, sem birtar verða á morgun, muni sýna mesta atvinnuleysi Bandaríkjanna frá því því mælingar hófust eftir seinni heimsstyrjöldina. AP segir líkur á því að þær tölur muni þó ekki fanga ástandið fullkomlega. Margir vinni færri tíma en áður og aðrir hafi þurft að sætta sig við lækkuð laun. Þá séu margir sem hafi ekki enn skráð sig atvinnulausa. Fólk sem eigi ef til vill ekki rétt á bótum og átti sig á því að mjög erfitt sé að finna vinnu um þessar mundir. Þá hafa hagfræðingar spáð því að samdráttur á vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna verði um 40 prósent á öðrum ársfjórðungi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent