Með velferð barna að vopni Karen Nordquist Ragnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 08:30 Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar