Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:06 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
„Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15