Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 18:59 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30