Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 21:13 Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Vísir/Vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira