Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:07 Trump setti fram framandlegar kenningar um kórónuveiruna í viðtali við vin sinn og ráðgjafa Sean Hannity (t.v.) í viðtali á Fox News í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017. Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017.
Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira