Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2020 13:58 Ragnar Þór segir Björgúlf Jóhannsson hafa stigið til hliðar og réttikyndilinn yfir í vinstri höndina hann vill meina að Bogi Nils Bogason núverandi forstjóri hafi verið á þeim tíma. visir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR dregur ekki af sér í einskonar svari við skrifum Maríu Stefánsdóttur, sölustjóra Icelandair, og segir yfirstandandi stríð um flugfélagið. Ragnar Þór bætir í gagnrýni sína ef eitthvað er, hann segir yfirstandandi stríð um félagið og ekki verði liðið að þar falli allt í sama farið og fyrr. Stjórnendasaga Icelandair sé vörðuð spillingu. Hann gerir ráð fyrir því að félaginu verði bjargað en það hljóti að vera með skilyrðum. María ekki sú tegund stjórnenda sem Ragnar Þór talar um Vísir greindi frá pistli Maríu í gær en þar gagnrýnir hún mjög viðhorf sem Ragnar Þór hefur viðrað gagnvart Icelandair; kallar þau árásir Ragnars á stjórnendur Icelandair. Þá vill hún meina að Ragnar Þór hafi snúið út úr umdeildum orðum Boga Nils Bogasonar forstjóra flugfélagsins þegar hann sagði í bréfi til starfsmanna að það væru þau sjálf sem stæðu endurfjármögnun félagsins fyrir þrifum. Ragnar Þór hefur nú svarað Maríu, segir pistil hennar lýsa samkennd, einlægni og áhyggjum yfir stöðu starfsfólksins. Hann segist staddur nákvæmlega þar sjálfur en það breyti ekki því að gagnrýni á stjórnendur Icelandair sé fullkomlega réttmæt. María sé stjórnandi hjá Icelandair en ekki „sú gerð stjórnanda sem ég átti við í pistli mínum,“ segir Ragnar; ekki af því tagi sem hann vill beina spjótum sínum að. Og þar bætir Ragnar Þór í og rekur ýmislegt sem hann telur forkastanlega stjórnarhætti. Lindarvatns-skandallinn „Þegar ég skrifaði um stjórnendaklíku átti ég t.d. við þegar Björgúlfur Jóhannsson steig til hliðar til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, á mesta góðæristíma flugsögunnar, og rétti kyndilinn yfir í vinstri höndina sem núverandi forstjóri var á þeim tíma. Björgólfur yfirgaf Icelandair í ágúst 2018 en Ragnar Þór beinir spjótum sínum að honum, segist meðal annars hafa verið að tala um hann þegar nefnd var stjórnendaklíka.visir/vilhelm Björgólfur var líka formaður SA en hann hafði einmitt kippt til sín lykilmönnum úr Icelandair þeim Halldóri Benjamín og Davíð Þorlákssyni frá Icelandair til SA en þessir stjórnendur báru t.d. ábyrgð á Lindarvatns skandalnum á Landssímareitnum þar sem Icelandair keypti eigin viðskiptavild fyrir tæplega tvo milljarða sem flokksvinir þeirra högnuðust gríðarlega á,“ skrifar Ragnar og segir þetta samkvæmt sínum bókum heita klíkustjórnun. „Ég hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling og biðst afsökunar á því. Ég gæti svo skrifað sérstakan pistil um klíkuna í kringum æðstu stjórnendur ef þess er sérstaklega óskað og færa frekari rök fyrir máli mínu.“ Þá segir Ragnar í pistli sínum, sem þegar hefur vakið mikla athygli, að nú ríki heilagt stríð um Icelandair. Þar sem allt sé undir, lífskjör og framtíð. „Þetta er stríð og nú stendur starfsfólk Icelandair í fremstu víglínu fyrir alla sem á eftir koma. Við höfum allt að vinnu en öllu að tapa, fyrir okkur og komandi kynslóðir.“ Icelandair Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnendaklíkur og alþjóðavæðing Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 12. maí 2020 12:30 „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR dregur ekki af sér í einskonar svari við skrifum Maríu Stefánsdóttur, sölustjóra Icelandair, og segir yfirstandandi stríð um flugfélagið. Ragnar Þór bætir í gagnrýni sína ef eitthvað er, hann segir yfirstandandi stríð um félagið og ekki verði liðið að þar falli allt í sama farið og fyrr. Stjórnendasaga Icelandair sé vörðuð spillingu. Hann gerir ráð fyrir því að félaginu verði bjargað en það hljóti að vera með skilyrðum. María ekki sú tegund stjórnenda sem Ragnar Þór talar um Vísir greindi frá pistli Maríu í gær en þar gagnrýnir hún mjög viðhorf sem Ragnar Þór hefur viðrað gagnvart Icelandair; kallar þau árásir Ragnars á stjórnendur Icelandair. Þá vill hún meina að Ragnar Þór hafi snúið út úr umdeildum orðum Boga Nils Bogasonar forstjóra flugfélagsins þegar hann sagði í bréfi til starfsmanna að það væru þau sjálf sem stæðu endurfjármögnun félagsins fyrir þrifum. Ragnar Þór hefur nú svarað Maríu, segir pistil hennar lýsa samkennd, einlægni og áhyggjum yfir stöðu starfsfólksins. Hann segist staddur nákvæmlega þar sjálfur en það breyti ekki því að gagnrýni á stjórnendur Icelandair sé fullkomlega réttmæt. María sé stjórnandi hjá Icelandair en ekki „sú gerð stjórnanda sem ég átti við í pistli mínum,“ segir Ragnar; ekki af því tagi sem hann vill beina spjótum sínum að. Og þar bætir Ragnar Þór í og rekur ýmislegt sem hann telur forkastanlega stjórnarhætti. Lindarvatns-skandallinn „Þegar ég skrifaði um stjórnendaklíku átti ég t.d. við þegar Björgúlfur Jóhannsson steig til hliðar til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, á mesta góðæristíma flugsögunnar, og rétti kyndilinn yfir í vinstri höndina sem núverandi forstjóri var á þeim tíma. Björgólfur yfirgaf Icelandair í ágúst 2018 en Ragnar Þór beinir spjótum sínum að honum, segist meðal annars hafa verið að tala um hann þegar nefnd var stjórnendaklíka.visir/vilhelm Björgólfur var líka formaður SA en hann hafði einmitt kippt til sín lykilmönnum úr Icelandair þeim Halldóri Benjamín og Davíð Þorlákssyni frá Icelandair til SA en þessir stjórnendur báru t.d. ábyrgð á Lindarvatns skandalnum á Landssímareitnum þar sem Icelandair keypti eigin viðskiptavild fyrir tæplega tvo milljarða sem flokksvinir þeirra högnuðust gríðarlega á,“ skrifar Ragnar og segir þetta samkvæmt sínum bókum heita klíkustjórnun. „Ég hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling og biðst afsökunar á því. Ég gæti svo skrifað sérstakan pistil um klíkuna í kringum æðstu stjórnendur ef þess er sérstaklega óskað og færa frekari rök fyrir máli mínu.“ Þá segir Ragnar í pistli sínum, sem þegar hefur vakið mikla athygli, að nú ríki heilagt stríð um Icelandair. Þar sem allt sé undir, lífskjör og framtíð. „Þetta er stríð og nú stendur starfsfólk Icelandair í fremstu víglínu fyrir alla sem á eftir koma. Við höfum allt að vinnu en öllu að tapa, fyrir okkur og komandi kynslóðir.“
Icelandair Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnendaklíkur og alþjóðavæðing Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 12. maí 2020 12:30 „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stjórnendaklíkur og alþjóðavæðing Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 12. maí 2020 12:30
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29