Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2020 16:03 Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?