Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 16:26 Lögreglumennirnir sem kallaðir voru á vettvang voru settir í úrvinnslusóttkví þar sem grunur lék á kórónuveirusmiti meðal farþega bílsins sem valt. vísir/vilhelm Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt. Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt.
Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13