Maraþon sem átti að fara fram í Rotterdam fór fram í heimahúsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Maraþon átti að fara fram í Rotterdam um helgina. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira