Komu fólki til aðstoðar vegna ófærðar í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:39 Flest verkefni Landsbjargar í nótt sneru að ófærð. Landsbjörg Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55
Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27