Sara um nýja samninginn sinn við VW: Mér finnst þetta ekki vera ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í CrossFit. Vísir/Egill Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði fyrir helgi undir risa samning við þýska bílaframleiðandann Volkswagen og er andlit fyrirtækisins á heimsvísu. Hún segir þetta vera stórt skref á sínum atvinnumannaferli. Sara hitti Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir íþróttafréttirnar á Stöð 2 og ræddi við hana um þessi stóru tímamót á sínum ferli en þetta er sögulegur samningur við CrossFit heiminn. „Ég er fyrsta manneskjan í CrossFit til að fá svona risafyrirtæki til að styrkja mig og vera sendiherra fyrir Volkswagen. Þetta er svakalegt,“ sagði Sara Sigmundsdóttir um nýja samninginn sinn. „Mér finnst þetta ekki vera ég og er ennþá bara í skýjunum yfir þessu. Ég er sú fyrsta til að fá bílastyrktaraðila í CrossFit heiminum,“ sagði Sara. Söru hefur gengið mjög vel í síðustu mótum en er hún að nálgast toppinn á sínum ferli. „Ég myndi segja að ég eigi fjögur til fimm góð ár eftir. Það er allt að smella hjá mér núna einhvern veginn. Þetta tekur alltaf nokkur ár,“ sagði Sara. „Ég var ekki í íþróttum þegar ég var yngri og hafði aldrei unnið eitthvað með þjálfara og svona. Það tók mig smá tíma til að átta mig á því hvað hentar mér best,“ sagði Sara. „Hausinn er líka búinn að vera á sínum stað og þetta er bara gaman aftur. Ég horfði yfir ferilinn minn eftir heimsleikana á síðasta ári og reyndi að finna út hvað það væri sem gæfi mér bensínið til að vilja gera þetta í stað þess að þvinga mig til að gera þetta,“ sagði Sara. „Mér finnst ógeðslega gaman að vinna, ekki að vinna móti heldur bara að vinna hart að einhverju. Ég var að vinna með þjálfara sem var ekki að henta mér nægilega vel. Um leið og sú breyting kom þá allt í einu small eitthvað hjá mér,“ sagði Sara. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira