Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 21:44 Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar: Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar:
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira