Fá fjölda símtala vegna sjálfsvígshugleiðinga um páskana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:04 Frá vetrarsólstöðugöngu samtakanna árið 2017. Facebook/Pieta Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira