Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 12:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“ Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“
Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira