Segir frammistöðu Elvars og Ýmis það jákvæðasta við EM 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 11:00 Aron í þættinum Sportinu í dag en hann er líklegur til þess að vera næsti landsliðsfyrirliði eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti. vísir/s2s Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita