Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:59 Trump tilkynnti um stöðvun fjárveitinga til WHO á blaðamannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent