Netþrjótar segjast hafa gómað fólk við klámáhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 10:08 Unsplash/Philipp Katzenberger Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned? Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned?
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira