Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 20:24 Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu, tilkynnti um niðurstöðu fjarfundar fjármálaráðherra G20-ríkjanna sem drógst á langinn í dag. Aðgerðirnar eiga að hjálpa fátækustu ríkjum heims að takast á við kórónuveiruheimsfaraldurinn. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent