Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 06:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59