Hættur við forsetaframboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 14:49 Magnús Ingberg Jónsson. Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20