Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 21:37 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05