Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 12:08 Borgarleikhúsið sagði Atla Rafni upp störfum vegna kvartana um meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi rétt fyrir stóra leiksýningu sem hann átti að koma fram í árið 2017. Hann hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug og vann mál vegna ólögmætrar uppsagnar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira