Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 12:36 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru miklir andstæðingar í stjórnmálum. Getty/Samsett Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40